Stefán Karl hættur í Latabæ Höskuldur Daði Magnússon skrifar 14. september 2008 08:00 Stefán Karl Stefánsson er hættur í Latabæ. Hann leikur næst Trölla í Þegar Trölli stal jólunum. Ljósmynd/Matthías Árni „Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“ Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira
„Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu hafa Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eiginkona hans nú fengið græna kortið sem veitir þeim rétt á fullri atvinnu í Bandaríkjunum. Þar hafa þau verið búsett síðustu fjögur árin og nú hafa þau komið sér vel fyrir í San Diego. Næsta verkefni sem Stefán Karl hyggst einbeita sér að er söngleikurinn Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christmas). Söngleikurinn er hugarsmíð Tony-verðlaunahafans Jacks O’Brien og hefur verið sýndur á Broadway undanfarin tvö ár. „Framleiðendurnir ákváðu að endurnýja leikarahópinn og báðu mig að taka að mér hlutverk Trölla sjálfs. Ég tók því með mikilli gleði,“ segir Stefán Karl. Hann segir að söngleikurinn sé alfarið byggður á sögunni þekktu sem Dr. Seuss skrifaði og myndskreytti. Stefán Karl stígur fyrst á svið sem Trölli í nóvember. Þá verður söngleikurinn sýndur í The Hippodrome Theater í Baltimore. Í desember verður svo sýnt í The Wang Theater í Boston. Stefán Karl fær svo að reyna sig á sviði á Broadway í New York næsta haust. Stefán Karl getur ekki leynt því að hann er spenntur fyrir þessu nýja hlutverki: „Þetta er mikil upphefð fyrir mig sem leikara enda ekki á hverjum degi sem útlendingur er ráðinn til að leika í klassísku amerísku verki sem sett er upp á Broadway.“
Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Sjá meira