Innlent

Yfir 10.000 skakkir á alþjóðadegi marijúana

Yfir 10.000 manns komu saman fyrir utan háskólann í Colorado í Bandaríkjunum síðdegis í gær til að kveikja sér í marijúana-jónu eða fíra í einni feitri.

Um var að ræða hátíðarhöld á alþjóðadegi marijúana-unnenda sem haldinn er hátíðlegur víða um heim þann 20. apríl ár hvert.

Áður fyrr var lögregla dugleg við að sekta fólk sem tók þátt í þessum sérkennilegu hátíðarhöldum en í ár lét lögreglan sér nægja að fylgjast með og sjá til þess að hátíðarhöldin færu friðsamlega framm eins og þau gerðu að venju enda allir þátttakenda skakkir og mjúkir í skapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×