Erlent

Ráða átti Tsvangirai af dögum

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er hættur við að snúa aftur til landsins í dag eftir að áætlanir um að ráða hann af dögum komu í ljós.

"Við höfum trúverðugar upplýsingar um að ráða hafa átt Tsvangirai af dögum," sagði talsmaður hans George Sibotshiwe við Reuters.

Tsvangirai hefur verið í Evrópu í um mánuð en ætlaði að snúa heim í dag til þess að undirbúa aðra umferð forsetakosninga í landinu sem fram fara þann 27. júní. Heimkomunni var hins vegar frestað skyndilega í morgun.

Upphaflega var sú skýring gefin að það hafi verið vegna óviðráðanlega orsaka. Talsmaður Tsvangirai sagði hins vegar Reuters fyrir skömmu að hin raunverulega ástæða væri áætlun um að ráða Tsvangirai af dögum sem í ljós kom á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×