Erlent

Edwards styður Obama

John Edwards hefur lýst yfir stuðningi sínum við Barak Obama en Edwards var einn þeirra sem sóttust eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins er forkosningarnar hófust.

Stuðningur Edwards er enn eitt áfallið fyrir Hillary Clinton sem taldi að Edwards myndi styðja sig.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera nú að því skóna að Edwards muni verða varaforsetaefni Obama í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×