Erlent

Útlagastjórn Tíbets styður ekki truflun á ólympíuhlaupi

Útlagastjórn Tíbeta sagðist í dag ekki styðja það að för ólympíueldsins um heiminn yrði trufluð, líkt og gerst hefur í Lundúnum, París og San Francisco.

Í morgun kom fólk saman í Nýju-Delí til að mótmæla yfirráðum Kínverja í Tíbet, en ólympíueldurinn á að koma til Indlands eftir tæpa viku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er nú í Japan. Hann sagði við fréttamenn í morgun að hann vildi að Ólympíuleikarnir færu fram. Hins vegar væri kominn tími fyrir kínversk stjórnvöld að gera sér grein fyrir því að ekki dygði lengur að beita ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×