Innlent

Biskup veitti sr. Gunnari Björnssyni lausn frá embætti

Gunnari Björnssyni hefur verið veitt lausn frá störfum.
Gunnari Björnssyni hefur verið veitt lausn frá störfum.

Biskup Íslands hefur veitt sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá embætti um stundarsakir.

Í tilkynningu frá biskupsstofu segir að ríkissaksóknari hafi staðfest við Biskupsstofu að ákæra hafi verið gefin út á hendur sr. Gunnari vegna meintra brota hans gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. Gunnar er ákærður fyrir að særa blygðunarkennd ungra stúlkna á Selfossi.

Ákvörðun biskups um að veita sr. Gunnari lausn frá embætti um stundarsakir er byggð á 26. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar segir að rétt sé að veita embættismanni lausn um stundarsakir hafi hann sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, eða að framkoma hans þyki ósæmileg óhæfileg eða ósamrýmanleg því embætti sem hann gegni.

Ákvörðun biskups um lausn frá embætti um stundarsakir hefur verið vísað til nefndar sérfróðra manna sem taka mun afstöðu til réttmætis þeirrar ákvörðunar, skv. 27. gr. laga nr. 70/1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×