Innlent

Setja á fót Jafnréttissetur og -skóla

Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands hafa ákveðið að koma saman á fót Jafnréttissetri og Jafnréttisskóla.

Hvort tveggja verður sett á stofn í nóvember eftir því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Verkefnið verður kynnt á morgun, kvennadaginn, og jafnframt verður skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarfið.

Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, verður formaður undirbúningshóps vegna verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×