Innlent

SUS segir ólöglegt að meina lögráða aðgang að tjaldstæðum

Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur ritað bæjarstjórnum Akraness, Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar bréf þar sem bent er á að lagastoð skorti til að meina lögráða fólki aðgang að tilteknum stöðum, og er þar átt við tjaldstæði.

Minnt er á að Alþingi hafi staðfest með lögum að einstaklingar verði lögráða 18 ára. Það sé óforsvaranlegt að ungu fólki, sem er saklaust af öllu nema æsku sinni, skuli í raun refsað fyrirfram vegna ótta um að einhverjir úr hópnum kunni að valda ónæði á skipulögðum samkomum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×