Innlent

Tapaði fjórum heitum pottum í hendur nauðgara

SB skrifar
Steinar segir Gunnar hafa komist yfir átta heita potta frá fyrirtækinu. Potturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Steinar segir Gunnar hafa komist yfir átta heita potta frá fyrirtækinu. Potturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
„Það tók lögguna margar vikur að rannsaka þetta og svo gerðist ekki neitt," segir Steinar Egilsson sem er í forsvari fyrir fyritæki sem selur heita potta. Steinar er einn af þeim sem átti í viðskiptum við Gunnar Rúnar Gunnarsson sem sveik fimm og hálfa milljón út úr N1 og er margdæmdur nauðgari.

Steinar segir Gunnar hafa komist yfir átta heita potta frá fyrirtækinu. Hann hafi umsvifalaust kært þjófnaðinn til lögreglunnar en þar hafi málið þvælst þangað til hann hafi misst þolinmæðina.

„Það tók lögguna margar vikur að rannsaka þetta. Á endanum dró ég kæruna til baka og tók málið í mínar hendur. Ég hafði samband við "góða" menn og þeir fundu út á tíu mínútum það sem tók lögguna þrjár vikur að átta sig á.“

Steinar segir að hann hafi endurheimt fjóra heita potta. „Gunnar hafði alla vega selt einn pottanna á hundrað þúsund kall en þeir eiga að kosta 750 þúsund. Hina pottana lét ég eiga sig. Það er glatað fé."

Gunnar Rúnar er margdæmdur nauðgari. Hann breytti nafni sínu úr Gunnar Finnur Egilsson í Gunnar Rúnar Gunnarsson. Þessi nýlegu fjársvikamál koma upp meðan Gunnar bíður dóms Hæstaréttar. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem var andlega veik á geði.

„Hann var alltaf að koma og segjast borga. Þetta er bara krimmi og ekkert annað," segir Steinar.








Tengdar fréttir

Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvik

Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×