Innlent

Íslendingar með þeim hamingjusömustu í heimi

Íslendingar eru í fjórða sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi. Listinn var settur saman eftir rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum. Frændur okkar, Danir, eru í efsta sæti á listanum.

Þrátt fyrir lánsfjárkreppu, hækkandi olíuverð og matarverð sýnir rannsóknin að íbúar heimsins eru almennt hamingjusamari í ár en í fyrra. Þeir sem unnu rannsóknina segja að velsæld, stöðugleiki og virkt lýðræði sé það sem helst stuðli að hamingju. Auk Dana og Íslendinga voru Kanadamenn og Púertó Ríkó búar í efstu sætum listans.

Af öðrum þjóðum má nefna að Bandaríkjamenn urðu í 16. sæti á listanum en Englendingar í því 21. Íbúar Simbabve eru óhamingusamastir af þeim sem könnunin náði til.

Topp níu listinn er annars eftirfarandi:

Danmörk, Púertó Ríkó, Kanada, Ísland, Norður-Írland, Írland, Sviss, Holland, Austurríki.

Botninn á listanum skipa eftirfarandi þjóðir:

Simbabve, Armenía, Moldóva, Hvíta-Rússland, Úkraína, Albanía, Írak, Búlgaría, Georgía og Rússland.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×