Innlent

Félag háskólakennara og Kennarafélag KHÍ samþykkja kjarasamning BHM

Atkvæðagreiðslu Félags háskólakennara og Kennarafélags KHÍ um nýjan kjarasamning er nú lokið og samþykktu bæði félög samningin. Í atkvæðagreiðslunni tóku félagsmenn afstöðu til samningsins sem tuttugu BHM félög undirrituðu við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs þann 28. júní síðastliðinn.

Af félagsmönnum Félags háskólakennara greiddu 77,5% atkvæði með samningnum en 16,5 % á móti. 72,5% félaga í Kennarafélagi KHÍ greiddu atkvæði með samningnum en 21,6 á móti. Í báðum félögum skiluðu 6% þátttakenda auðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×