Lífið

Gerard Depardieu harmi sleginn yfir andláti sonar

Gerard Depardieu og elsti sonur hans, Guillaume, sem lést í gær.
Gerard Depardieu og elsti sonur hans, Guillaume, sem lést í gær.

Franski leikarinn Gerard Depardieu, er harmi sleginn yfir andláti elsta sonar hans, 37 ára Guillaume Depardieu.

Guillaume, sem var leikari, lést úr lungnabólgu í kjölfar veirusýkingar á sjúkrahúsi í París í gær.

Guillaume Depardieu.

Drengurinn, sem var uppreisnargjarn, var handtekinn fyrr á þessu ári fyrir ölvunarakstur og fíkniefnamisferli en hann þráði alla tíð athygli frá Gerard föður sínum.

Guillaume lék í samtals 20 kvikmyndum og með föður sínum í myndinni „Tous les matins du monde" árið 1991.

Samband feðganna var stirt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.