Innlent

Heildareignir sjávarútvegs nærri 400 milljarðar í lok árs 2006

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2006 voru 387 milljarðar króna, heildarskuldir 290 milljarðar og eigið fé því 97 milljarðar.

Til samanburðar voru heildareignirnar 354 milljarðar króna og eigið fé 104 milljarðar ári áður. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagstofunnar, Sjávarútvegur, sem birt er í dag og fjallar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006.

Hreinn hagnaður af botnfiskveiðum, reiknaður samkvæmt svokallaðri árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9,5 prósentum af tekjum í 18,5 prósent fyrir 2005-2006. Þá jókst hagnaður af botnfiskvinnslu úr 3,5 prósentum í 9,5 prósent af tekjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×