Erlent

Skelfing í Kína vegna fréttar um annan jarðskjálfta

Mikil skelfing greip um sig í borginni Chengdu í Kína er sjónvarpsþulur sagði að von væri á stórum jarðskjálfta þar í gærkvöldi.

Fólk þyrptist þúsundum saman út á götur borgarinnar þannig að umferð um þær stöðvaðist alveg. Fólk var með rúmdýnur sínar með sér og leitaði upp opin svæði í borginni til að sofa á í nótt. Þegar upp var staðið reyndist um eftirskjálfta að ræða upp á 5 á richter.

Dánartalan eftir jarðskjálftan mikla í Sichuan er nú komin yfir 34.000 manns og yfir 250.000 liggja slasaðir eftir. Enn finnst fólk á lífi í rústunum meir en viku eftir að skjálftinn reið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×