Erlent

Dýrasti Ferrari-bíll sögunnar seldur á uppboði

Dýrasti Ferrari-bíll sögunnar var seldur á uppboði á Ítalíu í gær. Þetta er 47 ára gamall svartur Ferrari GT California Spyder sem eitt sinn var í eigu Hollywood-leikarans James Cuburn.

Það var breska útvarpsstjarnan Chris Evans sem keypti bílinn og borgaði rúmlega 7 milljónir evra fyrir eða um 800 milljónir króna. Aðeins 55 eintök voru smíðuð af þessari tegund Ferrari og skartar bíllinn 12 strokka vél sem gefur honum 280 hestafla kraft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×