Lífið

Mýrin valin ein af tíu bestu glæpamyndum sögunnar

SHA skrifar
Ingvar E. Sigurðsson, í hlutverki lögreglumannsins Erlends í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson, í hlutverki lögreglumannsins Erlends í Mýrinni.

Mýrin, mynd Baltasar Kormáks frá árinu 2006 sem gerð var eftir metsölubók Arnalds Indriðasonar, má finna á lista yfir tíu bestu glæpamyndir sögunnar hjá Times Online. Þar er hún í hópi með ekki ómerkari myndum en Silence of the Lambs, The Usual Suspects, Fargo og Reservoir Dogs.

Sá sem setur saman listann er spennusagnahöfundurinn Christopher Fowler og er lýsing hans á myndinni, sem á enskri tungu nefnist Jar City, einkar skemmtileg. Segir hann það mest óhugnanlegasta í myndinni þegar lögreglan borðar sauðshöfuð á skyndibitastað.

Umfjöllun Times Online má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.