Innlent

Tveir efnilegir nemendur við HA styrktir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. MYND/HA

Tveir nemendur við Háskólann á Akureyri taka í dag við styrk frá félaginu Hugviti. Eru styrkirnir veittir efnilegum nemendum við skólann.

Um er að ræða þær Ástríði Ólafsdóttur, nemanda í líftækni, og Eyrúnu Elvu Marinósdóttur sem leggur stund á sjávarútvegsfræði. Upphæð styrkjanna er 500.000 kr. til hvorrar þeirra. Hugvit og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér samstarfssamning árið 2006 sem meðal annars felur í sér veitingu árlegra styrkja til tveggja námsmanna við skólann sem þykja hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi.

Eru styrkirnir veittir nemendum í raungreinum enda er þeim ætlað að efla nám í þeim greinum við skólann. Hugvit þróar og markaðssetur GoPro-hugbúnaðarlausnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×