Krúttkynslóðin lifir en Groupkynslóðin féll 9. nóvember 2008 13:35 Andri Snær Magnason Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. Þar sagði hann m.a að krúttkynslóðin hefði ekki fallið þar sem hún hefði ekki tekið lánin heldur notað og nýtt gamla hluti. Hann sagði hinsvegar að Groupkynslóðin hefði beðið skipbrot og að á næstu dögum og vikum þyrfu nokkrir að segja af sér, biðjast afsökunar og sýna auðmýkt. Eftir það væri hægt að byrja að byggja upp. „Þetta er fall SUS, Heimdallar, Verzló og viðskiptaháskólanna. Það er svo stór krítískur massi sem er að hrynja núna," sagði Andri og bætti við að undanfarin ár hefðu heilu kynslóðirnar verið framleiddar og látnar læra það sama og tekið síðan próf. „Það verða ekki svona margir að læra viðskiptafræði á næstu misserum. Það verður að breyta heilu deildunum í háskólunum í hugvísinda- eða verkfræðideildir t.d, allavega annarskonar deildir en eru þar núna." Andri Snær sagði að það fólk sem hann þekkti og tók þátt í „þessu" hafi fundist hlutirnir vera komnir út í rugl. Hann sagði að sem rithöfundur mætti jafnvel gera sér í hugarlund að Guð væri einhversstaðar á reiki. „Þarna eru 200 einkaþotur hvað er að gerast,?" „Það skynjuðu allir að það væri margt rangt í gangi. Allt kallaði þetta á frelsi, en málfrelsið var algjörlega hrunið því það voru allir að hvísla. Inni í bönkunum byggðist þetta allt á peppi og það mátti aldrei blása á neitt." Síðan sagði hann að það þyrfti réttlæti áður en hægt væri að byggja upp nýtt þjóðfélag. „Það þarf einhver að biðjast afsökunar svo reiðin sjóði ekki upp úr og verði að ofbeldi. Það verða nokkrir að segja af sér svo það verði einhver vísir að breytingu. Þessi bankamenn verða að hætta að rífast innbyrðis og viðurkenna fyrir þjóðinni að þeir gerðu stór mistök. Menn verða að sýna auðmýkt, síðan verður hægt að byggja upp." Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag. Þar sagði hann m.a að krúttkynslóðin hefði ekki fallið þar sem hún hefði ekki tekið lánin heldur notað og nýtt gamla hluti. Hann sagði hinsvegar að Groupkynslóðin hefði beðið skipbrot og að á næstu dögum og vikum þyrfu nokkrir að segja af sér, biðjast afsökunar og sýna auðmýkt. Eftir það væri hægt að byrja að byggja upp. „Þetta er fall SUS, Heimdallar, Verzló og viðskiptaháskólanna. Það er svo stór krítískur massi sem er að hrynja núna," sagði Andri og bætti við að undanfarin ár hefðu heilu kynslóðirnar verið framleiddar og látnar læra það sama og tekið síðan próf. „Það verða ekki svona margir að læra viðskiptafræði á næstu misserum. Það verður að breyta heilu deildunum í háskólunum í hugvísinda- eða verkfræðideildir t.d, allavega annarskonar deildir en eru þar núna." Andri Snær sagði að það fólk sem hann þekkti og tók þátt í „þessu" hafi fundist hlutirnir vera komnir út í rugl. Hann sagði að sem rithöfundur mætti jafnvel gera sér í hugarlund að Guð væri einhversstaðar á reiki. „Þarna eru 200 einkaþotur hvað er að gerast,?" „Það skynjuðu allir að það væri margt rangt í gangi. Allt kallaði þetta á frelsi, en málfrelsið var algjörlega hrunið því það voru allir að hvísla. Inni í bönkunum byggðist þetta allt á peppi og það mátti aldrei blása á neitt." Síðan sagði hann að það þyrfti réttlæti áður en hægt væri að byggja upp nýtt þjóðfélag. „Það þarf einhver að biðjast afsökunar svo reiðin sjóði ekki upp úr og verði að ofbeldi. Það verða nokkrir að segja af sér svo það verði einhver vísir að breytingu. Þessi bankamenn verða að hætta að rífast innbyrðis og viðurkenna fyrir þjóðinni að þeir gerðu stór mistök. Menn verða að sýna auðmýkt, síðan verður hægt að byggja upp."
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira