Erlent

Dýrasta konfekt í heimi selt í Harrods

Dýrasta konfekt í heimi hefur verið sett til sölu í Harrods versluninni í London.

Askja með 49 konfektmolum kostar rúmlega 750.000 krónur. Molunum er pakkað inn í leður og handsaumað silki. Molarnir eru búnir til í Líbanon úr lífrænu kakói og þeir eru skreyttir með gulli, kristölum og silkirósum.

Talsmaður Harrods segir að eftirspurn viðskiptavina þeirra eftir svona sælgæti hafi valdið því að ákveðið var að bjóða upp á þetta sælgæti í versluninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×