Lífið

Mikið fjör í uppbyggingunni við gömlu höfnina

Þótt enn bóli lítið á glæsilegum nýbyggingum við gömlu höfnina í Reykjavík hefur fjör verið að færast í gömul hús sem þar hafa staðið áratugum saman. Athafnamenn við höfnina segja það kost hvað gömlu húsin eru hrá og lítið lekker.

Í gegnum tíðina hafa ýmsar hugmyndir verið kynntar um glæsilega uppbyggingu við gömlu höfnina í Reykjavík. Niðurrif er byrjað en fá hús farin að potast upp úr jörðu. Þrátt fyrir það er miðbærinn að teygja sig í norður, inn í verbúðirnar sægrænu og út á Granda. Verbúðirnar munu ekki hverfa, þótt nokkrum þeirra verði fórnað vegna gatnaframkvæmda.

Grandagarðurinn hefur ekki síður tekið fjörkipp og rekstraraðilar á svæðinu eru sannfærðir um að enn meira líf eigi eftir að færast yfir svæðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.