Innlent

Leiðbeinendur í vinnuskólanum leggja niður vinnu í dag

Hundrað og þrjátíu leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur ætla að leggja niður störf í hádeginu í dag og halda niður í ráðhús, til að fylgja eftir kröfum sínum um launaleiðréttingu.

Þeir telja sig vera í of lágum launaflokkum miðað við starfsmenn í sambærilegum störfum. Þegar starfsmat var gert hjá borginni fyrir fjórum árum, náði það ekki til sumarstarfa eins og starfa leiðbeinandanna.

Málið er nú í höndum starfskjaranefndar borgarinnar. Ekki er ljóst hvað verður um unglingana, sem áttu að vinna undir stjórn leiðbeinandanna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×