Erlent

Bandidos notar Grænland til að smygla hassi til Danmerkur

Mótorhjólaklúbburinn Bandidos í Danmörku hefur notað Grænland sem hlekk í smygli á hassi til Danmerkur.

Samkvæmt frásögn í grænlensku dagblaði voru fjórir menn í Nuuk nýlega dæmdir fyrir smygla á fimm kílóum af hassi til Grænlands og voru tveir þeirra meðlimir í Bandidos.

Segir blaðið að mjög auðveldt sé að smygla hassi til Grænlands og síðan sé greið leið fyrir Bandidos að koma því áfram til Danmerkur þar sem danski tollurinn leitar ekki mikið að smyglvöru í sendingum frá Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×