Herbert Guðmunds: Hættur að reykja og drekka 30. desember 2008 14:34 Herbert Guðmundsson. „Ég er að byggja upp og gera jákvæða og góða hluti," svarar Herbert Guðmundsson söngvari þegar Vísir spyr hann út í áramótaheitin hans í ár og tilveruna yfirleitt. Herbert gaf nýverið út plötu sem nefnist Spegill sálarinnar. Af hverju þessi titill? „Titill plötunnar er endurspeglun á því sem ég hef verið að gera undanfarin 2 ár. Mikil tiltekt hefur farið fram í mínu lífi. Nýtt upphaf. Ég tók vel á því. Hætti að reykja og drekka og nota enga gjafa í dag og það er bara yndislegt," segir Herbert. „Það eru 19 mánuðir síðan ég hætti. Lykillinn er að vilja hætta og það innilega. Taka ákvörðun og segja: „Ég ætla að gera það". Það er lang best. Þetta er bara yndislegt að vera high on life," segir Herbert. Ertu að skemmta landanum um þessar mundir? „Já ég er mikið að syngja á árshátíðum, í afmælum og á þorrablótum. Ég verð á nýársdag á Hótel sögu. Það er elíta sem er að fagna þar. Fullt af tónlistarmönnum sem koma fram." Tekur þú gömlu slagarana? „Já. Ég er mikið beðinn um að syngja lög eins og Can´t walk away og Hollywood, Svaraðu og I believe in love. Þetta eru lög sem eru sem betur fer orðin klassík og fólk er að fíla þessi lög. Fyrst var það pirrandi en ég er sáttur við þau." „Svo hef ég verið að syngja mikið í kirkjum. Ég er með gospel kór á nýju plötunni og syng jákvæð lög. Prestar hafa haft samband og ég hef tekið þátt í poppmessum. Þá hef ég æft með kirkjukórum og ég stefni að því gera meira af því á nýju ári." Menn verða að hætta að velta sér upp úr drullunni „Það sem er að gerast núna eru bara jákvæðir hlutir því nú fer allt upp á við. Þjóðin verður að hætta þessu væli. Við verðum að tala út jákvæða og uppbyggjandi hluti út í samfélagið og út í lífið. Byggja okkur upp. Þetta er búið að vera svo mikill dragbítur í gangi. Menn velta sér upp úr drullunni," segir Herbert þegar efnahagsástandið kemur til tals. „Nú þurfum við að horfa fram á við og gera eitthvað af viti.Þetta er yndislegt líf. Ég er heilbrigður, á heilbrigð börn og það er yndislegt veðrið úti," segir Herbert að lokum. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
„Ég er að byggja upp og gera jákvæða og góða hluti," svarar Herbert Guðmundsson söngvari þegar Vísir spyr hann út í áramótaheitin hans í ár og tilveruna yfirleitt. Herbert gaf nýverið út plötu sem nefnist Spegill sálarinnar. Af hverju þessi titill? „Titill plötunnar er endurspeglun á því sem ég hef verið að gera undanfarin 2 ár. Mikil tiltekt hefur farið fram í mínu lífi. Nýtt upphaf. Ég tók vel á því. Hætti að reykja og drekka og nota enga gjafa í dag og það er bara yndislegt," segir Herbert. „Það eru 19 mánuðir síðan ég hætti. Lykillinn er að vilja hætta og það innilega. Taka ákvörðun og segja: „Ég ætla að gera það". Það er lang best. Þetta er bara yndislegt að vera high on life," segir Herbert. Ertu að skemmta landanum um þessar mundir? „Já ég er mikið að syngja á árshátíðum, í afmælum og á þorrablótum. Ég verð á nýársdag á Hótel sögu. Það er elíta sem er að fagna þar. Fullt af tónlistarmönnum sem koma fram." Tekur þú gömlu slagarana? „Já. Ég er mikið beðinn um að syngja lög eins og Can´t walk away og Hollywood, Svaraðu og I believe in love. Þetta eru lög sem eru sem betur fer orðin klassík og fólk er að fíla þessi lög. Fyrst var það pirrandi en ég er sáttur við þau." „Svo hef ég verið að syngja mikið í kirkjum. Ég er með gospel kór á nýju plötunni og syng jákvæð lög. Prestar hafa haft samband og ég hef tekið þátt í poppmessum. Þá hef ég æft með kirkjukórum og ég stefni að því gera meira af því á nýju ári." Menn verða að hætta að velta sér upp úr drullunni „Það sem er að gerast núna eru bara jákvæðir hlutir því nú fer allt upp á við. Þjóðin verður að hætta þessu væli. Við verðum að tala út jákvæða og uppbyggjandi hluti út í samfélagið og út í lífið. Byggja okkur upp. Þetta er búið að vera svo mikill dragbítur í gangi. Menn velta sér upp úr drullunni," segir Herbert þegar efnahagsástandið kemur til tals. „Nú þurfum við að horfa fram á við og gera eitthvað af viti.Þetta er yndislegt líf. Ég er heilbrigður, á heilbrigð börn og það er yndislegt veðrið úti," segir Herbert að lokum.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira