Herbert Guðmunds: Hættur að reykja og drekka 30. desember 2008 14:34 Herbert Guðmundsson. „Ég er að byggja upp og gera jákvæða og góða hluti," svarar Herbert Guðmundsson söngvari þegar Vísir spyr hann út í áramótaheitin hans í ár og tilveruna yfirleitt. Herbert gaf nýverið út plötu sem nefnist Spegill sálarinnar. Af hverju þessi titill? „Titill plötunnar er endurspeglun á því sem ég hef verið að gera undanfarin 2 ár. Mikil tiltekt hefur farið fram í mínu lífi. Nýtt upphaf. Ég tók vel á því. Hætti að reykja og drekka og nota enga gjafa í dag og það er bara yndislegt," segir Herbert. „Það eru 19 mánuðir síðan ég hætti. Lykillinn er að vilja hætta og það innilega. Taka ákvörðun og segja: „Ég ætla að gera það". Það er lang best. Þetta er bara yndislegt að vera high on life," segir Herbert. Ertu að skemmta landanum um þessar mundir? „Já ég er mikið að syngja á árshátíðum, í afmælum og á þorrablótum. Ég verð á nýársdag á Hótel sögu. Það er elíta sem er að fagna þar. Fullt af tónlistarmönnum sem koma fram." Tekur þú gömlu slagarana? „Já. Ég er mikið beðinn um að syngja lög eins og Can´t walk away og Hollywood, Svaraðu og I believe in love. Þetta eru lög sem eru sem betur fer orðin klassík og fólk er að fíla þessi lög. Fyrst var það pirrandi en ég er sáttur við þau." „Svo hef ég verið að syngja mikið í kirkjum. Ég er með gospel kór á nýju plötunni og syng jákvæð lög. Prestar hafa haft samband og ég hef tekið þátt í poppmessum. Þá hef ég æft með kirkjukórum og ég stefni að því gera meira af því á nýju ári." Menn verða að hætta að velta sér upp úr drullunni „Það sem er að gerast núna eru bara jákvæðir hlutir því nú fer allt upp á við. Þjóðin verður að hætta þessu væli. Við verðum að tala út jákvæða og uppbyggjandi hluti út í samfélagið og út í lífið. Byggja okkur upp. Þetta er búið að vera svo mikill dragbítur í gangi. Menn velta sér upp úr drullunni," segir Herbert þegar efnahagsástandið kemur til tals. „Nú þurfum við að horfa fram á við og gera eitthvað af viti.Þetta er yndislegt líf. Ég er heilbrigður, á heilbrigð börn og það er yndislegt veðrið úti," segir Herbert að lokum. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég er að byggja upp og gera jákvæða og góða hluti," svarar Herbert Guðmundsson söngvari þegar Vísir spyr hann út í áramótaheitin hans í ár og tilveruna yfirleitt. Herbert gaf nýverið út plötu sem nefnist Spegill sálarinnar. Af hverju þessi titill? „Titill plötunnar er endurspeglun á því sem ég hef verið að gera undanfarin 2 ár. Mikil tiltekt hefur farið fram í mínu lífi. Nýtt upphaf. Ég tók vel á því. Hætti að reykja og drekka og nota enga gjafa í dag og það er bara yndislegt," segir Herbert. „Það eru 19 mánuðir síðan ég hætti. Lykillinn er að vilja hætta og það innilega. Taka ákvörðun og segja: „Ég ætla að gera það". Það er lang best. Þetta er bara yndislegt að vera high on life," segir Herbert. Ertu að skemmta landanum um þessar mundir? „Já ég er mikið að syngja á árshátíðum, í afmælum og á þorrablótum. Ég verð á nýársdag á Hótel sögu. Það er elíta sem er að fagna þar. Fullt af tónlistarmönnum sem koma fram." Tekur þú gömlu slagarana? „Já. Ég er mikið beðinn um að syngja lög eins og Can´t walk away og Hollywood, Svaraðu og I believe in love. Þetta eru lög sem eru sem betur fer orðin klassík og fólk er að fíla þessi lög. Fyrst var það pirrandi en ég er sáttur við þau." „Svo hef ég verið að syngja mikið í kirkjum. Ég er með gospel kór á nýju plötunni og syng jákvæð lög. Prestar hafa haft samband og ég hef tekið þátt í poppmessum. Þá hef ég æft með kirkjukórum og ég stefni að því gera meira af því á nýju ári." Menn verða að hætta að velta sér upp úr drullunni „Það sem er að gerast núna eru bara jákvæðir hlutir því nú fer allt upp á við. Þjóðin verður að hætta þessu væli. Við verðum að tala út jákvæða og uppbyggjandi hluti út í samfélagið og út í lífið. Byggja okkur upp. Þetta er búið að vera svo mikill dragbítur í gangi. Menn velta sér upp úr drullunni," segir Herbert þegar efnahagsástandið kemur til tals. „Nú þurfum við að horfa fram á við og gera eitthvað af viti.Þetta er yndislegt líf. Ég er heilbrigður, á heilbrigð börn og það er yndislegt veðrið úti," segir Herbert að lokum.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira