Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi 28. nóvember 2008 05:00 Eurobandið syngur með Söndru Kim á risastórri aðdáendahátíð Eurovision-keppninnar sem fram fer í München. Regína ber barn undir belti og á von á sér í Eurovision-mánuðinum maí. Fréttablaðið/Daníel Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira