Lífið

Orðinn leiður á vera þekktur sem Bítill

Bítlatrommarinn Ringo Starr finnst eins og hinn mikli frami og frægð sem Bítlarnir nutu varpi nú skugga á önnur afrek hans.

„Suma daga fæ ég alveg nóg af Bítlunum. Mér finnst eins og að þegar ég deyi þá verði grafskriftinn mín „fyrrum Bítill". Líkt og ég hafi ekki gert neitt annað á mínum ferli."

Plata hans, Starr, sem kom út árið 1973, er hans mest selda plata. Platan var á þeim tíma best selda sólóplata Bítils sem komið hafði út en allir hinir Bítlarnir komu einnig fram á henni í mismunandi lögum.

Á ferli sínum hefur Ringo gefið út fjölda platna, talað fyrir teiknimyndalest og komið fram í ótal sjónvarpsþáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.