Innlent

Vill að utanríkisnefnd fundi um mannvirki við Keflavíkurflugvöll

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd vegna misvísandi upplýsinga um eignarhald á mannvirkjum á og við Keflavíkurflugvöll.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum greinir utanríkisráðuneytið og Flugmálastjórnina á Keflavíkurflugvelli á um það hver á mannvirki á gamla varnarsvæðinu og víðar, meðal annars aðalflugbrautir Keflavíkurflugvallar. Ráðuneytið segir Atlantshafsbandalagið eigandann, en Flugmálastjórnin eignar þær íslenska ríkinu.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir Steingrímur það nauðsynlegt að utanríkismálanefnd komi saman við fyrsta tækifæri til þess að hún verði upplýst um raunverulega stöðu þessara mála og henni gefist tóm til þess að ræða þau.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×