Reglur eða mat? Þorsteinn Pálsson skrifar 8. júlí 2008 06:00 Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræður um brottvísun flóttamanns frá Keníu vekja upp ýmsar spurningar um meðferð slíkra mála. Á til að mynda að ákveða borgaraleg réttindi eins og ríkisborgararétt, hæli, dvalarleyfi eða atvinnuleyfi eftir föstum reglum eða frjálsu mati hverju sinni? Eftir hvaða lögmálum á að vísa þeim úr landi sem ekki hafa þessi réttindi? Eigum við að fara okkar eigin leiðir eða vera í bandalagi með öðrum þjóðum um leikreglur? Um nokkurt árabil hefur Ísland verið fullgildur aðili að reglum Evrópusambandsins á þessu sviði. Aðildarríkin framfylgja þeim reglum í þágu hvers annars. Vantreystum við þeim eða einhverjum þeirra í þessum efnum? Um veitingu ríkisborgararéttar gilda ákveðnar almennar lagareglur. Alþingi hefur á hinn bóginn ár hvert talið nauðsynlegt að veita ríkisborgararétt með sérstakri lagasetningu um tiltekna einstaklinga. Sú lagasetning hefur byggst á frjálsara sanngirnismati en almennu reglurnar. Öll þessi mál heyra undir dómsmálaráðherra. Eigi að síður tók utanríkisráðherra fyrir nokkrum árum ákvörðun um að bjóða fyrrverandi heimsmeistara í skák ríkisborgararétt eftir að hann komst í kast við lögin í heimalandi sínu. Í ljósi þess hversu tilfinningasjónarmið hafa ráðið miklu um veitingu ríkisborgararéttar er vel skiljanlegt að mörgum finnist það kaldlyndi þegar fyrrverandi sveitarstjórnarframbjóðanda frá Keníu er nú vísað úr landi eftir almennum reglum. Utanríkisráðherra hefur falið sendiráði Íslands gagnvart Ítalíu að gæta hagsmuna Keníumannsins við meðferð á máli hans þar í landi. Sú ákvörðun bendir til þess að ríkisstjórn Íslands treysti ekki þessari bandalagsþjóð til að fara með slík mál á grundvelli þeirra Evrópusambandsreglna sem báðar þjóðirnar hafa sameiginlega undirgengist. Mikilvægt er að utanríkisráðherra upplýsi nánar um afstöðu Íslands til Ítalíu að þessu leyti. Utanríkisnefnd Alþingis hefur verið kölluð saman af minna tilefni. Ef ríkisstjórnin vantreystir Evrópusambandsríkjum, einu eða fleirum, til að framfylgja þessum reglum af réttsýni gæti það orðið vatn á myllu andstæðinga Evrópusambandsaðildar. Það er hin hliðin á umsjón sendiráðsins með meðferð málsins hjá ítölskum stjórnvöldum. Rétt eins og Alþingi getur látið sanngirnissjónarmið ráða veitingu ríkisborgararéttar er því í lófa lagið að veita takmarkaðri borgaraleg réttindi með einstaklingsbundnum lögum. Skynsamleg rök mæla þó ekki með slíkri skipan mála. Miklu fremur er ástæða til að gagnrýna Alþingi fyrir að láta einstaklingsbundið mat ráða of miklu um veitingu ríkisborgararéttar. Öll meðferð mála hjá stjórnvöldum verður að lúta jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttarins. Einu gildir í því efni hvort ráðherra tekur stjórnsýsluákvörðun eða embættismenn í undirstofnunum. Einstök úrlausnarefni geta eigi að síður verið snúin þegar kemur að viðkvæmum málum eins og takmörkuðum borgaralegum réttindum svo ekki sé talað um brottvísun úr landi vegna skorts á slíkum réttindum. Kjósi löggjafinn að slaka á þeim reglum sem um þessi mál gilda verður hann að sjá til þess að allir þeir sem eins stendur á um fái sömu málsmeðferð. Það stenst ekki grundvallarreglur að framkvæmdavaldið hafi frjálsar hendur með viðmiðanir um réttindi einstaklinga eins og Alþingi þegar það veitir ríkisborgararétt með einstaklingsbundnum lögum utan og ofan við almennar lagaheimildir.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun