Innlent

Mikil ásókn í nám Keilis og íbúðir á Vellinum

MYND/Heiða

Rúmlega tvær umsóknir voru um hvert sæti í skóla Keilis á næsta skólaári eftir því sem segir í tilkynningu hans. Umsóknarfrestur um skólavist rann út eftir helgi og bárust alls 621 umsókn um 300 sæti sem til ráðstöfunar.

Flestar umsóknir bárust í háskólabrú eða um 170 en einnig bárust nærri 160 umsóknir um nám við heilsu- og uppeldisskóla og sami fjöldi umsókna um nám við samgöngu- og öryggisskóla. Þá hafa þegar rúmlega 30 umsóknir borist til skóla skapandi greina þar sem tekið verður við 20 nemendum í sérhæft frumkvöðlanám á háskólastigi. Þetta er annað starfsár Keilis sem hefur höfuðstöðvar á gamla varnarsvæðinu en er í samstarfi við ýmsa skóla og fyrirtæki.

Í tilkynningu Keilis segir enn fremur að nærri 500 umsækjendur séu nú á biðlista eftir íbúðum í háskólaþorpinu á gamla varnarsvæðinu. „Til að sinna þeirri þörf hefur verið ákveðið að fjölga íbúðum í útleigu um tæplega 200 næsta haust. Þegar búa um 1100 manns á svæðinu sem mun fjölga í um 1800 í ágúst. Þar eru nú starfræktir bæði leik- og grunnskólar, félagsmiðstöð fyrir unglinga, verslun, kaffi- og veitingarhús og bensínstöð auk stórrar íþróttamiðstöðvar," segir í tilkynningu Keilis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×