Enski boltinn

Chelsea vantar skemmtikrafta

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kaka fagnar marki fyrir AC Milan.
Kaka fagnar marki fyrir AC Milan.

Sparkspekingurinn Jamie Redknapp segir að Chelsea þurfi á leikmönnum eins og Deco eða Kaka að halda til að auka skemmtanagildi sitt. Hann segir þó að stærsta verkefnið fyrir Scolari, nýjan stjóra liðsins, verði að halda Frank Lampard og Didier Drogba.

„Ég er mjög hrifinn af því hvernig liðið getur náð hagstæðum úrslitum og þeim anda sem ríkir innan liðsins. Þeir hafa frábæra leikmenn og verða klárlega að berjast um titilinn enn og aftur á næsta tímabili," sagði Redknapp.

„Þeir hafa marga góða leikmenn eins og John Terry og Ricardo Carvalho í hjarta varnarinnar. Michael Ballack, Michael Essien og Lampard eru traustir á miðjunni. Þeir þurfa samt aðra gerð af leikmönnum, menn eins og Kaka eða Deco til að gera liðið skemmtilegra áhorfs."

„Stærsta verkefni Scolari verður að koma í veg fyrir að Lampard og Drogba fylgi Jose Mourinho til Inter. Ef honum tekst það þá verður lið Chelsea sterkt á næsta tímabili," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×