Innlent

Ekkert spurst til eftirlýsts manns

Ekkert hefur spurst til Ivans Konovalenko, eftirlýst Litháa sem flýði land fyrir tæpum tveimur vikum þegar lögregla leitaði hans vegna stórfelldrar líkamsárásar.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla ekki fengið neinar vísbendingar um ferðir Konovalenkos en tilkynnt hefur verið að mannsins sé leitað bæði hjá Europol og Interpol.

Lögreglan lýsti eftir Konovalenko fyrir tæpum tveimur vikum vegna gruns um að hann hefði átt þátt í hnífstunguárás í Norðurmýri. Var hann sagður hættulegur. 

Hann náði hins vegar að komast hjá handtöku og fór með flugi til London. Sagði lögregla að þau mistök hefðu verið gerð að landamæraeftirlitinu á Keflavíkurflugvelli hefði ekki verið tilkynnt um að Konovalenko væri leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×