Innlent

Tómar fangageymslur

Enginn gisti fangageymslur lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta þykja mikil tíðindi enda eru ár og dagar síðan fangageymslur voru tómar á laugardagsmorgni.

Lögregluvarðstjóri sem Vísir ræddi við í morgun sagðist ekki kunna skýringar á þessu. Rólegt hafi verið í miðborginni í nótt og lítið um útköll.

Hann sagðist þó ekki eiga von á því að koma að fangageymslunum tómum á morgun líka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×