Meðhjálpari fær klapp á kollinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2008 06:00 Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun