Innlent

Hentu pósti á haugana í stað þess að bera hann út

MYND/Teitur

Tveir menn voru í dag sakfelldir fyrir hafa skotið undan pósti sem annar þeirra átti að bera út sem starfsmaður Íslandspósts. Ákæra á hendur mönnunum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og játuðu þeir á sig brotin.

Póstburðarmaðurinn er ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa skotið undan bæði bréfum og sendingum og fyrir að hafa geymt póstinn í bíl félaga síns í stað þess að bera hann út eða skila honum aftur til Íslandspósts.

Félaganum er gefið að sök hlutdeild í brotinu með því að láta það átölulaust að pósturinn safnaðist upp í bílnum og fyrir að hafa sett póstinn í ruslapoka og hent honum í gám hjá Sorpu við Sævarhöfða.

Piltarnir, sem eru 19 og 20 ára, viðurkenndu brot sitt og fengu þeir skilorðsbundinn dóm án ákveðinnar refsingar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×