Innlent

Fólk dragi úr orkunotkun vegna hás eldsneytisverðs

MYND/GVA

Það væri röng ákvörðun að lækka virðisaukaskatt á eldsneyti að mati formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir að fólk eigi frekar að finna leiðir til að minnka orkunotkun til að bregðast við háu eldsneytisverði.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær gæti ríkið hagnast um allt að þrjá milljarða á þessu ári vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ríkið leggur 24,5 prósent virðisaukaskatt á hvern seldan dropa og hafa margir talið rétt að ríkið lækki þessa skattlagningu.

Pétur H. Blöndal, formaður efnhags- og skattanefndar Alþingis, telur að það væri röng ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×