Innlent

Erlendur verkamaður stunginn í bakið á Hverfisgötu

Erlendur karlmaður, sem starfar hér á landi, var stunginn djúpt i bakið þar sem hann var á gangi neðarlega á Hverfisgötu á móts við Arnarhól um klulkkan þrjú í nótt.

Talið er að hnífurinn hafi gengið inn í lungu, því hann hóstaði upp úr sér blóði. Hann var fluttur á Slysadeild þar sem læknar björguðu lífi hans, að mati lögreglu.

Málsatvik eru óljós, en árásarmaðurinn, sem er ungur, var í för með tveimur öðrum karlmönnum og einni konu. Þeirra er nú leitað en ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra þann sem var stunginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×