Pólitískt óvit Þorsteinn Pálsson skrifar 21. september 2008 08:00 Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin gekk inn í núverandi stjórnarsamstarf hafði hún á vissan hátt tekið fyrri stöðu Framsóknarflokksins sem fólst í því að geta samið af nokkrum styrk til beggja handa. Í ljósi reynslunnar var því rökrétt að álykta á þá leið að vinstri vængur Samfylkingarinnar væri líklegur til að ókyrrast á úthallandi kjörtímabili. Það gerðist gjarnan með stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hann var af sömu stærð. Þetta á eftir að koma í ljós. Nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið er rétt rúmlega ársgamalt er það á hinn bóginn svo að formaður Sjálfstæðisflokksins sætir talsverðri gagnrýni innanbúðar fyrir að hafa gengið til samstarfs við Samfylkinguna. Reyndar bar lítið eitt á slíkri gagnrýni við upphaf samstarfsins. Á hinn bóginn hefur ekki enn komið upp á yfirborðið samskonar innri gagnrýni á formann Samfylkingarinnar fyrir að verja stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er um margt athygli vert í sögulegu samhengi. Gagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins er reist á þeirri röksemdafærslu að stjórnarsamstarfið hafi bjargað pólitísku lífi formanns Samfylkingarinnar og fyrir vikið blómstri bæði formaðurinn og flokkurinn í skoðanakönnunum. Rétt er að Samfylkingin hefur bætt sig í síðustu skoðanakönnunum meðan samstarfsflokkurinn hefur dalað. En eru þetta gild pólitísk rök gegn stjórnarsamstarfi? Segja má að pólitík sé blanda af þremur gildum: Persónum, völdum og málefnum. Gagnrýni af þessum toga er algjörlega blind á málefni. Pólitísk umræða á þeim forsendum getur ekki leitt til skynsamlegrar niðurstöðu. Síst af öllu er unnt að loka augunum fyrir málefnagildunum þegar fjármálamarkaðurinn er í jafn miklu uppnámi og raunin er. Eftir síðustu kosningar var samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óráð af tveimur ástæðum: Annars vegar var þingmeirihlutinn tæpur. Hins vegar var skynsamlegt að líta svo á að valda- og málefnagerjunin innan Framsóknarflokksins ætti fremur að fá útrás innan hans en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Málefnagjáin milli Sjálfstæðisflokks og VG hefði kallað á að stjórnarsáttmáli þeirra bæri yfirskriftina: Það sem ekki má gera. Þar hefði þurft að njörva niður að ekki mætti koma á nýju kerfi sjúkratrygginga, ekki yrðu leyfðir fleiri sjálfstæðir skólar, ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins væru óheimilar á kjörtímabilinu og hagvöxtur með orkufrekum nýiðnaði skyldi stöðvaður. Slíkur sáttmáli hefði verið of dýru verði keyptur. Evrópumálin eru trúlega vafningasamasta mál Sjálfstæðisflokksins eins og sakir standa. Stjórnarsáttmálinn bindur hins vegar Samfylkinguna við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum. Um skynsemi þess ákvæðis má deila. En á móti því verður ekki mælt að það gefur Sjálfstæðisflokknum alltént meira rými til að glíma við málið á sama tíma og ríflega helmingur kjósenda hans styður aðildarviðræður í könnunum. Að öllu þessu virtu væri við ríkjandi aðstæður pólitískt áhættusamara til framtíðar litið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Samfylkinguna lausbeislaða í stjórnarandstöðu. Ljóst er því að innanbúðargagnrýnin á formann Sjálfstæðisflokksins fyrir samstarfið við Samfylkinguna á rætur í einhverju öðru en pólitísku viti.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun