Erum við sóðar? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 29. júlí 2008 06:00 Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli borgarbúa og annarra á umgengni í borginni. Nú í sumar hef ég sérstaklega tekið eftir rusli og drasli meðfram götum borgarinnar, á umferðareyjum og við gatnamót. Það er alls ekki óeðlilegt að rusl komi undan snjó og klaka snemma á vorin en þegar komið er vel fram á vor og sumar á borgin að vera vel þrifin og hrein. Því miður hef ég upplifað það að sjá bílstjóra og farþega í bílum henda út um gluggana matarleifum og umbúðum af ýmsu tagi. Jafnframt hef ég séð gangandi vegfarendur henda frá sér drykkjarumbúðum og öðru er til fellur. Það er eins og fólki finnist allt í lagi að kasta frá sér umbúðum á götur, gangstéttir eða inn í nærliggjandi garða. Það er alls ekki okkur sæmandi né bjóðandi að horfa upp á gosdósir, sígarettupakka, hálfétnar samlokur, sælgætisbréf og umbúðir utan af ýmsum matvælum liggja út um alla borg. Einnig er ástandið víða bágbrotið á bílastæðum við verslanir og sjoppur – glerbrot og rusl er allt of oft það sem tekur á móti viðskiptavinum. Er ástandið verra núna vegna þess að umgengni hefur almennt versnað eða er hefðbundinni hreinsun borgarinnar ábótavant? Hafa hverfamiðstöðvar og starfsmenn borgarinnar ekki undan að sjá um að halda borginni hreinni? Ég hef vakið athygli borgaryfirvalda á þessari slæmu umgengni og vona að eitthvað verði gert til að vekja börn, unglinga og fullorðið fólk til umhugsunar. Ég átti von á öflugra og víðtækara átaki borgaryfirvalda hvað varðar almenna umgengni í hverfum borgarinnar m.a. í ljósi þess að borgarstjóri hefur margítrekað áhuga sinn á umhverfismálum. Fyrst og fremst hefur áherslan í vor verið lögð á hreinsun lóða og garða, að uppræta veggjakrot og ásýnd miðborgarinnar. Ég vil alls ekki kasta rýrð á þessi verkefni en meira þarf að koma til, vitundarvakning borgaranna og aukið aðhald frá borgaryfirvöldum. Að lokum vil ég árétta að það er skylda okkar sem foreldra, uppalenda og ábyrgra borgara að sýna gott fordæmi og sætta okkur ekki við sóðaskap og hirðuleysi sem þetta. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli borgarbúa og annarra á umgengni í borginni. Nú í sumar hef ég sérstaklega tekið eftir rusli og drasli meðfram götum borgarinnar, á umferðareyjum og við gatnamót. Það er alls ekki óeðlilegt að rusl komi undan snjó og klaka snemma á vorin en þegar komið er vel fram á vor og sumar á borgin að vera vel þrifin og hrein. Því miður hef ég upplifað það að sjá bílstjóra og farþega í bílum henda út um gluggana matarleifum og umbúðum af ýmsu tagi. Jafnframt hef ég séð gangandi vegfarendur henda frá sér drykkjarumbúðum og öðru er til fellur. Það er eins og fólki finnist allt í lagi að kasta frá sér umbúðum á götur, gangstéttir eða inn í nærliggjandi garða. Það er alls ekki okkur sæmandi né bjóðandi að horfa upp á gosdósir, sígarettupakka, hálfétnar samlokur, sælgætisbréf og umbúðir utan af ýmsum matvælum liggja út um alla borg. Einnig er ástandið víða bágbrotið á bílastæðum við verslanir og sjoppur – glerbrot og rusl er allt of oft það sem tekur á móti viðskiptavinum. Er ástandið verra núna vegna þess að umgengni hefur almennt versnað eða er hefðbundinni hreinsun borgarinnar ábótavant? Hafa hverfamiðstöðvar og starfsmenn borgarinnar ekki undan að sjá um að halda borginni hreinni? Ég hef vakið athygli borgaryfirvalda á þessari slæmu umgengni og vona að eitthvað verði gert til að vekja börn, unglinga og fullorðið fólk til umhugsunar. Ég átti von á öflugra og víðtækara átaki borgaryfirvalda hvað varðar almenna umgengni í hverfum borgarinnar m.a. í ljósi þess að borgarstjóri hefur margítrekað áhuga sinn á umhverfismálum. Fyrst og fremst hefur áherslan í vor verið lögð á hreinsun lóða og garða, að uppræta veggjakrot og ásýnd miðborgarinnar. Ég vil alls ekki kasta rýrð á þessi verkefni en meira þarf að koma til, vitundarvakning borgaranna og aukið aðhald frá borgaryfirvöldum. Að lokum vil ég árétta að það er skylda okkar sem foreldra, uppalenda og ábyrgra borgara að sýna gott fordæmi og sætta okkur ekki við sóðaskap og hirðuleysi sem þetta. Höfundur er varaformaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun