Erlent

Harðlínumenn styrkja stöðu sína í Íran

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad.

Harðlínumenn í Íran þykja hafa styrkt stöðu sína enn frekar í kjölfar annarar umferðar í þingkosningum þar í landi. Kosið var um þingsæti þar sem enginn náði 25 prósentum eða meira. Eftir kosningarnar ráða harðlínuöflin í landinu 69 prósent þingsæta, umbótamenn eru með 16 prósent og óháðir 14 prósent.

Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir forseta landsins, Mahmoud Ahmadinejad en harðlínumenn hafa gagnrýnt hann að undanförnu, ekki síst fyrir efnahagsstjórn hans. Fylgisaukningin er hins vegar vatn á myllu Ayatollah Khameini, æðstaklerki landsins.

Umbótamenn eiga verulega undir högg að sækja í landinu og til dæmis er þar starfræktur sérstakur dómstóll klerka sem ákveður hvort menn fái að bjóða sig fram í kosningunum. Fyrir þessar kosningar hafnaði dómstóllinn fjörutíu prósentum þeirra sem sóttust eftir því að bjóða sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×