Innlent

BHM fundaði með ráðherrum um kjaramál

Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Bandalags háskólamanna nú skömmu fyrir hádegi en fundinn sátu einnig fjármála- og utanríkisráðherra.

Það voru háskólamenn sem óskuðu eftir fundinum í byrun þessa mánaðar. Kjaraviðræður háskólamanna við ríkið hafa hingað til ekki skilað árangri. Ríkið hefur boðið sambærilegan samning og gerður var við BSRB á dögunum sem felur í sér krónutöluhækkun upp á rúmar 20 þúsund krónur.

Háskólamenn telja hins vegar að krónutöluhækkun skili sér í kaupmáttarskerðingu og vilja þess í stað fá 6 til 10 prósent launahækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×