Innlent

Vörukarfan lækkar í Krónunni og Bónus milli vikna

Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lágvöruversluninni Kaskó, um 3,4 prósent, á milli verðmælinga Alþýðusambandsins í fyrstu og annarri viku júnímánaðar.

Hækkunin reyndist næstmest í Nóatún þar sem vörukarfan hækkaði um 1,5 prósent. Í báðum stóru lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónuni, lækkaði hins vegar verðið um tæp tvö prósent á milli vikna eftir því sem segir á vef ASÍ.

Athygli vekur að hækkun á vörukörfunni í Kaskó má að mestu rekja til hækkana á kjötvörum en lækkunin í Bónus og Krónunni er rakin til lækkunar á sömu vöru, það er kjöti. Einnig lækkar þó grænmeti, ávextir og drykkjarvörur milli vikna í lágvöruverslununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×