Innlent

Hættur við hringferð á kajak

Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gær og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið.

Var Marcus staddur í Stykkishólmi er þetta gerðist. Að sögn Landhelgisgæslunnar hefur Marcus lent í ýmsum hrakningum á leið sinni hringinn um landið og hættir af þeim sökum. Marcus hafði áður afrekað það að róa hringinn í kringum Írland á kajak sínum en þar munu aðstæður víst ekki eins erfiðar og hér við land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×