Innlent

Kostnaður við einkaflugvél óljós

SB skrifar
Þórunn Sseinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Leigði einkaflugvél vegna ísbjarnarmálsins.
Þórunn Sseinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Leigði einkaflugvél vegna ísbjarnarmálsins.

Einkaflugvélin sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra leigði þegar hún flaug norður á Skaga í fyrradag vegna ísbjarnar var frá flugfélaginu Erni. Ásamt ráðherra voru sex starfsmenn ráðuneytisins með í för. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu á eftir að meta kostnaðinn við ferðina.

„Ég geri ráð fyrir því að kostnaðartölur verði komnar á hreint síðar í dag," segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.

Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttir að leigja flugvél til að komast á vettvang ísbjarnardrápsins á Skaga. Þórunn var nýkomin úr fríi og hafði Björgvin G. Sigurðsson verið settur umhverfisráðherra.

„Hún kom með áætlunarflugi heim eins og til stóð. Hafði verið í helgarfríi í Osló. Vegna umfang málsins var ákveðið að fara með hóp norður, starfsfólk ráðuneytisins og fleiri. Samtals voru sjö í vélinni ásamt umhverfisráherra," segir Guðmundur.

Guðmundur gat ekki gefið upp nákvæman kostnað við ferðalagið en sagði fréttatilkynningu að vænta um málið síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×