Erlent

Fyrstu yfirheyrslu yfir Karadzic lauk í morgun

Fyrstu yfirheyrslunni yfir Radovan Karadzic fyrrum forseta Serbíu og einum mest eftirlýsta stríðsglæpamanni heimsins, sem handtekinn var í gær, lauk í morgun.

Yfirheyrslurnar eru fyrsta skerfið til þess hægt verði að framselja Karadzic til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hann hafði farið huldu höfði í 11 ár.

Mikill fögnuður braust út í Bosníu þegar fréttir bárust af handtökunni. Stríðsglæpadómstóllinn hefur ákært Karadzic fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi gegn Krótöum og múslimum í Bosníu og Hersegóvínu meðan á borgarastríðinu þar stóð á árunum 1992-1995. Meðal annars fyrir fjöldamorðin á tæplega 8000 múslimum í Srebrenica árið 1995.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×