Lífið

„Byrgismálið eftirminnilegast," segir ritstjóri Kompáss

Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Í kvöld klukkan 19:20 verður sýndur hundraðasti þátturinn af Kompás í opinni dagskrá á Stöð 2. Vísir hafði samband við ritstjóra Kompáss, Jóhannes Kr. Kristjánsson, og spurði hann út í eftirminnileg atvik við gerð þáttanna.

„Það að vinna við Kompás er mjög fjölbreytt starf, enda sýna þessir hundrað þættir sem hafa verið á dagskránni frá upphafi mjög fjölbreytt og ólík mál," svarar Jóhannes.

„Þegar ég lít til baka þá eru mörg eftirminnileg mál sem koma upp í hugann, enda hefur Kompás tekið á mörgum erfiðum málum."

„Ég held ég verði þó að segja að Byrgismálið sé eftirminnilegast, þar sem Kompás fletti ofan af því máli og samfélagið logaði marga mánuði eftir," svarar Jóhannes Kr. Kristjánsson, tvöfaldur Edduverðlaunahafi.

Í þættinum verður horft tilbaka á viðburðarrík ár í sögu þáttarins. Frá árinu 2005 hefur Kompás skoðað hundruð mála ofan í kjölinn, verið á faraldsfæti, heimsótt fjarlæg lönd og stríðshrjáð.

Vefsvæði Kompáss.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.