Innlent

Dæmdur fyrir barsmíðar með golfkylfu

Hæstiréttur staðfesti í átta mánaða fangelsisdóm yfir manni vegna þriggja líkamsárása sem áttu sér stað á Austurlandi í maí í fyrra. Sex mánaðanna eru skilorðsbundnir.

Manninum var gefið að sök að hafa kýlt mann sem sat í aftursæti bifreiðar í gegnum opna rúðu. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa veist að manninum aftur síðar með golfkylfu og slegið hann nokkur högg í höfuðið, fyrst með kylfuhaus en eftir að hausinn brotnaði með skefti kylfunnar. Hlaut maðurinn meðal annars heilablæðingu og mar á heila.

Enn fremur var hann dæmdur fyrir að slá annan mann með kylfunni í öxl. Þeim var hann dæmdur til að greiða tæplega 100 þúsund krónur í bætur en hinum, sem slasaðist meira, um 275 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×