Framþróun og skyn- samleg auðlindanýting 24. júlí 2008 00:00 Norðausturland hefur orðið fyrir því, eins og fleiri landsvæði á Íslandi, að sjávarútvegurinn sem var undirstaða velmegunar og framþróunar nánast alla síðustu öld hefur visnað með tilkomu kvótakerfis og tækniþróunar sem fækkað hefur störfum. Samþjöppun veiðiheimilda hefur svo enn aukið á neikvæðar afleiðingar fyrir atvinnulíf og búsetu víða um land. Í Þingeyjarsýslu hefur um árabil verið unnið að því að auka fjölbreytni í atvinnulífi, m.a. til þess að takast á við þessar afleiðingar en einnig til að skapa forsendur fyrir sterkari samfélagsgerð til framtíðar þar sem skilyrði væru fyrir ungt fólk með mismunandi þekkingarbakgrunn til að hasla sér völl. Þrátt fyrir mikið starf hefur ekki tekist að halda í horfinu. Nýjar stoðir, mikilvægar sem þær eru, s.s. í ferðaþjónustu hafa ekki einar og sér megnað að standa undir nauðsynlegum viðgangi samfélagsins. Snúum þróuninni viðNeikvæð íbúaþróun er staðreynd og segir 15% fólksfækkun á tíu árum sína sögu. Alvarlegt er að stærstur hluti brottflutta er ungt fólk og veldur það óhjákvæmilega eðlisbreytingu á samfélaginu. Víða er byggð komin að þeim þolmörkum að hún gæti hrunið og eftir stæði strjál búseta sem er ekki það sama og lífvænlegt samfélag. Með sama áframhaldi er framtíðin ekki björt fyrir svæðið. Samfélagið getur ekki boðið ungu fólki störf við hæfi og því skilar stór hluti þess sér ekki aftur heim í hérað að námi loknu þrátt fyrir að taugarnar séu sterkar til heimabyggðar. Úr könnunum má lesa að fjöldi brottflutta hefur áhuga á að snúa heim bjóðist atvinna við hæfi. Til langs tíma hafa heimamenn horft til orkuauðlindanna til að styrkja stoðir atvinnulífs og búsetu í héraðinu. Ýmislegt hefur verið reynt og annað skoðað. Kísiliðjan í Mývatnssveit var um árabil mikilvægur hlekkur í atvinnusögu héraðsins og raunar landsins alls. Dagar hennar eru nú taldir. Til harðviðarvinnslu á Húsavík var varið miklum tíma og fjármunum. Það verkefni gekk ekki upp. Vörubrettaframleiðsla sem nýtir hitaorku er í þróun í Mývatnssveit. Fjöldi annarra verkefna hefur í gegnum árin verið til skoðunar án þess að komast á framkvæmdastig. Á undanförnum árum hefur tekist að þróa álversverkefnið þannig að hilli undir framkvæmdir. Um er að ræða niðurstöðu úr mjög löngu ferli og mikilli vinnu en ekki einhverja skyndiákvörðun þar sem aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir, eins og stundum mætti ráða af umræðunni. Skynsamleg auðlindanýtingSú auðlindanýting sem uppbygging og rekstur álvers, ásamt afleiddri starfsemi, felur í sér mun hækka þekkingar- og menntunarstig vinnumarkaðarins á atvinnusvæðinu. Álverið eitt og sér mun hækka hlutfall starfa á atvinnusvæðinu sem krefjast framhaldsmenntunar og í því ljósi fær það góða einkunn á mælikvarða nýsköpunar og framþróunar í hagkerfinu. Það er alveg ljóst að nútímalegt álver eins og áætlað er að reisa er hátæknifyrirtæki í þeirri efnahagsgerð sem þetta svæði býr við og verður væntanlega tæknivæddasta fyrirtæki svæðisins. Hækkandi þekkingarstigVerkefnið mun því hjálpa hinu svæðisbundna hagkerfi hér að þróast í átt að þekkingarhagkerfi, en hærra þekkingarstig á vinnumarkaði er það sem alls staðar er keppt að og öll samfélög sækjast eftir. Þekkingarhagkerfið er þannig ekki bundið við ákveðnar atvinnugreinar, heldur er um það að ræða að þáttur þekkingarinnar í öllum greinum atvinnulífsins, þ.m.t. auðlindanýtingu, er að aukast og þannig skapast forsendur fyrir meiri verðmætasköpun við nýtingu þeirra. Með þeirri stækkun svæðisbundins heimamarkaðar sem álverið mun skapa, styrkjast forsendur fyrir fjölbreyttari þjónustustarfsemi og þar með fjölgun afleiddra starfa. Þau störf munu laða til sín menntað hæfileikafólk af ýmsu tagi. Það er í slíku fjölbreytilegu samfélagi sem flestir kjósa að búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Norðausturland hefur orðið fyrir því, eins og fleiri landsvæði á Íslandi, að sjávarútvegurinn sem var undirstaða velmegunar og framþróunar nánast alla síðustu öld hefur visnað með tilkomu kvótakerfis og tækniþróunar sem fækkað hefur störfum. Samþjöppun veiðiheimilda hefur svo enn aukið á neikvæðar afleiðingar fyrir atvinnulíf og búsetu víða um land. Í Þingeyjarsýslu hefur um árabil verið unnið að því að auka fjölbreytni í atvinnulífi, m.a. til þess að takast á við þessar afleiðingar en einnig til að skapa forsendur fyrir sterkari samfélagsgerð til framtíðar þar sem skilyrði væru fyrir ungt fólk með mismunandi þekkingarbakgrunn til að hasla sér völl. Þrátt fyrir mikið starf hefur ekki tekist að halda í horfinu. Nýjar stoðir, mikilvægar sem þær eru, s.s. í ferðaþjónustu hafa ekki einar og sér megnað að standa undir nauðsynlegum viðgangi samfélagsins. Snúum þróuninni viðNeikvæð íbúaþróun er staðreynd og segir 15% fólksfækkun á tíu árum sína sögu. Alvarlegt er að stærstur hluti brottflutta er ungt fólk og veldur það óhjákvæmilega eðlisbreytingu á samfélaginu. Víða er byggð komin að þeim þolmörkum að hún gæti hrunið og eftir stæði strjál búseta sem er ekki það sama og lífvænlegt samfélag. Með sama áframhaldi er framtíðin ekki björt fyrir svæðið. Samfélagið getur ekki boðið ungu fólki störf við hæfi og því skilar stór hluti þess sér ekki aftur heim í hérað að námi loknu þrátt fyrir að taugarnar séu sterkar til heimabyggðar. Úr könnunum má lesa að fjöldi brottflutta hefur áhuga á að snúa heim bjóðist atvinna við hæfi. Til langs tíma hafa heimamenn horft til orkuauðlindanna til að styrkja stoðir atvinnulífs og búsetu í héraðinu. Ýmislegt hefur verið reynt og annað skoðað. Kísiliðjan í Mývatnssveit var um árabil mikilvægur hlekkur í atvinnusögu héraðsins og raunar landsins alls. Dagar hennar eru nú taldir. Til harðviðarvinnslu á Húsavík var varið miklum tíma og fjármunum. Það verkefni gekk ekki upp. Vörubrettaframleiðsla sem nýtir hitaorku er í þróun í Mývatnssveit. Fjöldi annarra verkefna hefur í gegnum árin verið til skoðunar án þess að komast á framkvæmdastig. Á undanförnum árum hefur tekist að þróa álversverkefnið þannig að hilli undir framkvæmdir. Um er að ræða niðurstöðu úr mjög löngu ferli og mikilli vinnu en ekki einhverja skyndiákvörðun þar sem aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir, eins og stundum mætti ráða af umræðunni. Skynsamleg auðlindanýtingSú auðlindanýting sem uppbygging og rekstur álvers, ásamt afleiddri starfsemi, felur í sér mun hækka þekkingar- og menntunarstig vinnumarkaðarins á atvinnusvæðinu. Álverið eitt og sér mun hækka hlutfall starfa á atvinnusvæðinu sem krefjast framhaldsmenntunar og í því ljósi fær það góða einkunn á mælikvarða nýsköpunar og framþróunar í hagkerfinu. Það er alveg ljóst að nútímalegt álver eins og áætlað er að reisa er hátæknifyrirtæki í þeirri efnahagsgerð sem þetta svæði býr við og verður væntanlega tæknivæddasta fyrirtæki svæðisins. Hækkandi þekkingarstigVerkefnið mun því hjálpa hinu svæðisbundna hagkerfi hér að þróast í átt að þekkingarhagkerfi, en hærra þekkingarstig á vinnumarkaði er það sem alls staðar er keppt að og öll samfélög sækjast eftir. Þekkingarhagkerfið er þannig ekki bundið við ákveðnar atvinnugreinar, heldur er um það að ræða að þáttur þekkingarinnar í öllum greinum atvinnulífsins, þ.m.t. auðlindanýtingu, er að aukast og þannig skapast forsendur fyrir meiri verðmætasköpun við nýtingu þeirra. Með þeirri stækkun svæðisbundins heimamarkaðar sem álverið mun skapa, styrkjast forsendur fyrir fjölbreyttari þjónustustarfsemi og þar með fjölgun afleiddra starfa. Þau störf munu laða til sín menntað hæfileikafólk af ýmsu tagi. Það er í slíku fjölbreytilegu samfélagi sem flestir kjósa að búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun