Innlent

Lögregla lýsir eftir vitnum að jeppabruna

Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags brann sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið þar sem hún stóð á Grafningsvegi við Hagavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Allt brann sem brunnið gat í bifreiðinni og málmurinn einn eftir. Bifreiðin hafði staðið þarna tæpar tvær vikur með sprunginn hjólbarða. Tilkynnt hafði verið um bifreiðina ti lögreglu nokkrum dögum áður en í henni kviknaði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist aldrei í eiganda. Það er nokkuð ljóst að kveikt hefur verið í bifreiðinni. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið eða mannafeðir á þessum slóðum aðfaranótt síðastliðins fimmtudags að hafa samband í síma 480-1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×