Innlent

Sex gistu fangageymslur lögreglu

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá flestum lögregluembættum á landinu. Þó voru sex ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar gista sex einstaklingar fangageymslur fyrir minniháttar brot.

„Það hefur nú oft verið verra en þetta," sagð varðstjóri inntur eftir tíðindum næturinnar.

Annarsstaðar á landinu var lítið að frétta og virðist sem landsmenn hafi tekið því rólega í nótt.

Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvóldi valt jeppi við Fornahvamm efst í Norðurárdal og voru tveir menn fluttir með þyrlu til Reykjavíkur.

Þrír pólverjar voru í bílnum sem valt og var sá þriðja fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Samkvæmt Vísi í gærkvöldi er talið að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×