Lífið

Sjúkraflutningamenn heimsóttu barn á Barnaspítalanum

Sjúkraflutningamenn heilsuðu upp á Aron og fjölskyldu hans.
Sjúkraflutningamenn heilsuðu upp á Aron og fjölskyldu hans.
Sjúkraflutningamenn úr Árnessýslu heimsóttu Aron Eðvarð Björnsson og foreldra hans á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík í dag, aðfangadag. Að sögn sjúkraflutningamanna liggur Aron liggur á spítala vegna veikinda sem hann hefur verið að kljást við síðan að hann fæddist, þann 11. október síðastliðinn.

Saga veikindanna er sú að á meðgöngu óx hluti garna utan við magann og þegar maginn lokaðist varð hluti garnanna eftir og skemmdist sá hluti, sem var til þess að drep komst í sárið. Aron og fjölskylda eru búsett í Hveragerði. Sjúkraflutningamenn færðu Aroni og foreldrum hans peningagjöf að upphæð 100 þúsund krónur. Peningunum var safnað með sölu á dagatali sem sjúkraflutningamennirnir útbjuggu og seldu síðan.

Þetta er annað árið í röð sem sjúkraflutningamenn úr Árnessýslu láta gott af sér leiða á þessum degi og segir Jóhann K. Jóhannsson, formaður Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu, að til standi að hafa atburðinn árvissan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.