Innlent

Fjöldi húsbíla rekinn frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ

Eigendum rúmlega 50 húsbíla var vísað frá hafnarsvæðinu í Reykjanesbæ í morgun. Þeir eru mjög óánægðir með þetta þar sem þeir hafa verið á þessum sama stað meðan á Ljósnótt hefur staðið undanfarin fimm ár.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ástæða þess að húsbílafólkinu var vísað frá staðnum sú að svæðið er of nærri sjálfu hátíðarsvæðinu á Ljósanótt. Lögreglan segir að húsbílafólkið sé velkomið´í Reykjanesbæ en þurfti bara að finna annað pláss undir bíla sína.

Guðmundur Pálsson er einn þeirra sem vísað var á brott í morgunn. "það komu hérna menn í morgun frá björgunarsveitinni og ráku okkur á brott," segir Guðmundur og lætur þess jafnframt getið að litlar sem engar skýringar hafi verið gefnar upp annað en þetta væri að ósk lögreglunnar.

"Ég hef komið hérna á Ljósanótt síðustu fimm árin og það hefur aldrei verið neitt vesen eða vandræði af okkur húsbílaeigendum hér við hafnarbakkann," segir Guðmundur og bætir því við að flestir hafi tekið þessu þunglega en séu farnir á brott.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×